Vegna athugsasemda
lífeyrissjóða

Kæri viðskiptavinur.

Starfsemi erlendra lífeyrissjóða á Íslandi hefur verið í brennidepli hjá íslenskum fjölmiðlum undanfarin

misseri. Opin umræða er okkur, hjá Bayern Líf, mjög dýrmæt enda þjónar hún viðskiptavinum og heldur

þeim upplýstum.

Hins vegar hefur umræðan verið fremur einhliða, þar sem einblínt er á kostnað þess að nýta sér erlenda

lífeyrissjóði umfram þá íslensku án þess að benda á hvað hann færir viðskiptavinum – 90% tryggða

endurgreiðslu allra iðgjalda auk annarra kosta.

Í ljósi þessarar þörfu umræðu viljum við hjá Bayern Líf benda á að þýsku sjóðirnir verða samkvæmt

lögum að gefa upp allan kostnað ólíkt íslensku lífeyrissjóðunum ásamt því að rifja upp með ykkur alla þá

kosti sem fylgja því að velja okkar þjónustu.

Tvöföld samþykkt og eftirlit – Þér til verndar

Allar okkar vörur, sem við bjóðum á íslenskum markaði, hafa fengið samþykki bæði þýskra og íslenskra

eftirlitsaðila. Þær uppfylla þannig alla staðla beggja ríkja.

Við leggjum ríka áherslu á traust og gagnsæi.

Merkingin „Made in Germany“ stendur fyrir gæði og er jafnframt mikilvægt loforð okkar til viðskiptavina.

Þín framtíð – Okkar hvatning

Okkar helsta markmið er að tryggja sparnað þinn til framtíðar og um leið sýna algert gagnsæi við allan

kostnað sem fylgir því. Við veitum heiðarlega, yfirgripsmikla og faglega ráðgjöf um allar okkar vörur.

Viðskiptavinir okkar hafa aðgang að öllum upplýsingum og fögnum við öllum spurningum sem og

ábendingum sem þú kannt að hafa.

 

Gagnsæi í kostnaði – Loforð okkar til þín

Allur kostnaður við vörurnar okkar er opinber og birtur á svokölluðu grunnupplýsingablaði, sbr.

reglugerð ESB nr. 1286/2014. Á því blaði má sjá allar upplýsingar um kostnað, áhættu og mögulega

þróun fyrir dæmigerða lengd á samning. Auk þess getur þú fundið nákvæman kostnað í þínum

persónulega samning.

 

Bayern Líf - Einstakur valkostur

Lausnir okkar eru sérsniðnar og því ólíkar öðrum vörum á markaði:

  1. Bayern Líf stýrir hverjum samningi sérstaklega út frá tækifærum og áhættu. Sérstakt „Lock-in“ ákvæði í samningi þínum verndar sparnaðinn þinn til framtíðar og tryggir ávöxtun með hámarksöryggi.
  2. Tryggingarlágmark: Þú nýtur ávinnings af fjármálamörkuðum, en ert jafnframt tryggður fyrir útgreiðslu sem nemur að lágmarki 90% af upphaflegri samningsupphæð. Þannig er tryggt að þú fáir örugga útgreiðslu við lok samningstíma.
  3. Fjárfesting í evrum: Þannig nýtur þú stöðugleika sterks gjaldmiðils fyrir sparnaðinn þinn.
  4. SPARKASSEN-FINANZGRUPPE: Við erum hluti af stærstu fjármálasamsteypu Evrópu sem er yfir 200 ára gömul og hefur reynst traustur samstarfsaðili í tæp 20 ár.
  5. Nálægð við viðskiptavini: Við erum tryggingafélag fyrir bæði Ísland og Þýskaland. Nálægð við viðskiptavini í gegnum söluaðila okkar er lykilatriði.
  6. Við erum ekki rekin í hagnaðarskyni – engin arðgreiðsla fer til hluthafa.
  7. Yfir 200 ára reynsla: Við stöndum við hlið viðskiptavina okkar. Samningar okkar eru mikilvægur þáttur í öruggu og innihaldsríku æviskeiði eftir starfslok.

 

Taktu upplýsta ákvörðun

Bayern Líf telur gagnsæi, samanburð og upplýsingagjöf einu leiðina til að taka upplýstar ákvarðanir. Þess

vegna leggjum við áherslu á samanburður milli sjóða og stofnana sé skýr fyrir viðskiptavini okkar.

 

Við erum hér fyrir þig

Ef þú hefur spurningar varðandi sparnaðinn þinn eða vörurnar okkar, ekki hika við að hafa samband.

Traust þitt er okkur afar mikilvægt og hlökkum við til að halda áfram að veita þér fagmannlega og

persónulega þjónustu.

  

Með kærri kveðju,

Starfsfólk Bayern Líf