RÁÐGJÖF OG ÞJÓNUSTA
Þín eign í öruggum höndum
Við bjóðum þér gulltryggðan sparnað viðbótarlífeyris í samvinnu við Bayern Versicherungskammer AG (VKB)
Aukinn sveigjanleiki
Bayern Líf hefur ákveðið að auka sveigjanleika á útborgunum þannig að Séreignartrygging Bayern Líf og Tilgreind Séreignartrygging Bayern líf henti þeim sem vilja nota inneign sína og innborganir til greiðslu inn á húsnæði og húsnæðislán þrátt fyrir ákvæði um að það sé ekki heimilt í gerðum samningum.

Hvað gerum við?
Hlutverk Bayern Líf
Bayern Versicherungskammer AG (VKB) / Bayern Líf býður upp á
séreignarsparnað fyrir Íslendinga.
Sparnaðurinn byggir á grundvelli laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu
lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
VKB er undir eftirliti Bafin, þýska fjármálaeftirlitsins.
Starfsemi VKB á Íslandi er undir eftirliti FME, íslenska fjármálaeftirlitsins,
varðandi neytendavernd og fjárfestingarstefnu þ.e. að fjárfestingarstefna sé í
samræmi við fyrrgreind lög og er varðar peningaþvott.
Starfsemi vátryggingarmiðlunarinnar PM-Premium Makler Gmbh, sem miðlar
vörum VKB, er einnig undir eftirliti bæði Bafin og FME
Þínir fjármunir eru í eins öruggum höndum og mögulegt er. Þýska félagið Bayern Versicherungskammer AG hefur haldið utan um tryggingar og lífeyri þjóðverja í yfir 80 ár.
Þín uppsöfnun er gulltryggð af Þýska ríkinu. Sparnaðurinn þinn er geymdur í Evrum og því hefur verðbólga á íslandi og rýrnun íslenskrar krónu lítil áhrif á það sem þú átt uppsafnað í lok starfsævinnar.
Uppsöfnun vaxta í þýska lífeyrissjóðskerfinu er hægari en hinu íslenska ef eingöngu er litið á skammtímauppsöfnun en er mun stöðugri og betri þegar til lengri tíma er litið.

Viðbótarlífeyrissparnaður
Á Íslandi er skylda að greiða í lífeyrissjóð. Hann er einungis hluti af þeim lífeyri
sem þér telst til tekna seinna á ævinni.
Því þér stendur einnig til boða að brúa það tekjutap sem verður við starfslok með
því að stofna séreignarsparnað. Með því að stofna slíkan sparnað færð þú í raun 2%
launahækkun.
Tekjuskattur af sparnaðinum er einungis greiddur við úttekt.
Bayern Líf býður upp á slíkan sparnað í formi séreignartryggingar.
Með því að leggja fyrir í þýska lífeyrishagkerfinu, í evrum, færðu launahækkun við
úttekt og nýtir íslenska skattahagræðið um leið.
Tilgreind séreign
Atvinnurekendum ber skylda að greiða 11,5% ofan á þín laun til lífeyrissjóðs. Þú
getur ákveðið að ráðstafa 3,5% af því framlagi inn á séreign. Annað en hinn
almenni lífeyrissparnaður, þá erfist séreign við andlát. Þú getur jafnframt valið í
hvaða sjóð tilgreind séreign er greidd.
Með því að leggja þína tilgreindu séreign til okkar hjá Bayern Líf, nýtir þú ávöxtun
í evrum með að lágmarki 90% tryggðum höfuðstól.


Vaxtarsparnaður
Að eiga til varasjóð getur verið frábær leið til að spara. Með Vaxtartryggingu
Bayern Líf býðst þér að leggja fyrir mánaðarlega í einkasparnað sem þú getur nýtt
þegar á þarf að halda.
Sjóðinn getur þú t.d. nýtt sem sparnað fyrir börnin þín, viðbótarsparnað fyrir þig til
að njóta lífsins eða til afnota ef áföll dynja á.
Sparnaðurinn er undanskilinn eigna- og erfðafjárskatti en af vöxtunum ber að
greiða fjármagnstekjuskatt.
Sérfræðingar hjá Bayern Líf sjá um að ávaxta fjármunina með fjárfestingum í 100
stærstu fyrirtækjum heims.
Slysatrygging
Slys gera ekki boð á undan sér, þau geta átt sér stað hvar og hvenær sem er. Þá
kemur slysatrygging sér vel. Engu máli skiptir hvar og hvenær slysið verður, þú ert
alltaf tryggður.
Þýsku slysatryggingarnar eru frábrugðnar íslensku slysatryggingunum að því leiti
að þær hafa; staðlaðra bótasvið, hærri örorkubætur og möguleika á ævilöngum
lífeyri.
Umsóknarferlið er einfalt og þú getur klárað umsóknina með einu símtali í síma: 577-2025


Góð ráð þurfa ekki að vera dýr
Ráðgjafar okkar aðstoða þig með ánægju við að skipuleggja sparnaðinn á þann máta sem kemur best út fyrir þig og þína fjölskyldu.

Dreifðu áhættunni
Að fenginni reynslu er gott að dreifa áhættunni. Skyldulífeyririnn er alltaf geymdur á Íslandi í íslenskri Krónu. Því er gott að geyma viðbótarsjóð í öðrum gjaldmiðli.

Góð gjöf til þín og þinna
Lífeyrissparnaður erfist og fellur ekki undir erfðaskattslög. Þannig ert þú ekki einungis að safna fyrir þig, heldur einnig fyrir þína nánustu.