Við bjóðum þér gulltryggðan sparnað viðbótarlífeyris

Aukinn sveigjanleiki

Bayern Líf hefur ákveðið að auka sveigjanleika á útborgunum þannig að Séreignartrygging Bayern Líf og Tilgreind Séreignartrygging Bayern líf henti þeim sem vilja nota inneign sína og innborganir til greiðslu inn á húsnæði og húsnæðislán þrátt fyrir ákvæði um að það sé ekki heimilt í gerðum samningum.

Hvað gerum við?

Hlutverk Bayern Líf

Bayern Versicherungskammer AG (VKB) / Bayern Líf býður upp á séreignarsparnað fyrir Íslendinga. Sparnaðurinn byggir á grundvelli laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

VKB er undir eftirliti Bafin, þýska fjármálaeftirlitsins. Starfsemi VKB á Íslandi er undir eftirliti FME, íslenska fjármálaeftirlitsins, varðandi neytendavernd og fjárfestingarstefnu þ.e. að fjárfestingarstefna sé í samræmi við fyrrgreind lög og er varðar peningaþvott.

Starfsemi vátryggingarmiðlunarinnar PM-Premium Makler Gmbh, sem miðlar vörum VKB, er einnig undir eftirliti bæði Bafin og FME

Hvað gerum við?

2% launahækkun

Á Íslandi er skylda að greiða í lífeyrissjóð. Hann er einungis hluti af þeim lífeyri sem þér telst til tekna seinna á ævinni.

Því þér stendur einnig til boða að brúa það tekjutap sem verður við starfslok með því að stofna séreignarsparnað. Með því að stofna slíkan sparnað færð þú í raun 2% launahækkun.

Tekjuskattur af sparnaðinum er einungis greiddur við úttekt.

Þú velur

Tilgreind séreign

Atvinnurekendum ber skylda að greiða 11,5% ofan á þín laun til lífeyrissjóðs. Þú getur ákveðið að ráðstafa 3,5% af því framlagi inn á séreign. Annað en hinn almenni lífeyrissparnaður, þá erfist séreign við andlát. Þú getur jafnframt valið í hvaða sjóð tilgreind séreign er greidd.

Með því að leggja þína tilgreindu séreign til okkar hjá Bayern Líf, nýtir þú ávöxtun í evrum með að lágmarki 90% tryggðum höfuðstól.