Persónuvernd
OG MEÐFERÐ PERSÓNUUPPLÝSINGA
Sparnaði ehf., kt. 570902-2450, Garðatorgi 7, 210 Garðabær, er nauðsynlegt að safna og vinna með persónuupplýsingar um starfsmenn. Með persónuupplýsingum er átt við hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling. Einstaklingur telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn, netauðkenni eða eins eða fleiri þátta sem einkenna hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, erfðafræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti.
Fyrirtækið safnar og vinnur með nauðsynlegar upplýsingar um starfsfólk, svo sem upplýsingar um nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang, símanúmer, viðveru, laun og samskipti. Fer vinnslan fram til að hægt sé að efna ráðningarsamning við starfsmenn, til að uppfylla lagaskyldu og til að gæta að lögmætum hagsmunum fyrirtækisins, en þeir felast í því að geta tryggt eðlilegan rekstur þess.
Sparnaður miðlar persónuupplýsingum til þriðju aðila sem ráðnir eru af fyrirtækinu til að vinna fyrir fram ákveðna vinnu, til dæmis þjónustuveitenda sem sjá um að hýsa gögn eða þjónustuveitenda sem sjá um launaútreikninga fyrir félagið. Í slíkum tilfellum gerir félagið vinnslusamning við viðkomandi aðila, en slíkur samningur kveður meðal annars á um skyldu hans til að fylgja fyrirmælum félagsins um meðferð persónuupplýsinga og er honum óheimilt að nota þær í öðrum tilgangi. Jafnframt ber honum skylda til að tryggja öryggi upplýsinganna með viðeigandi hætti.
Fyrirtækið gæti einnig í ákveðnum tilvikum þurft að deila upplýsingum til þriðja aðila, sem ekki er bundinn fyrirmælum félagsins um meðferð þeirra, þegar skylda stendur til samkvæmt lögum, til dæmis Ríkisskattstjóra vegna launagreiðslna.
Fyrirtækið varðveitir bókhaldsgögn í sjö ár. Öðrum upplýsingum um starfsmenn er að meginstefnu til eytt 2 árum eftir að starfsmaður hættir störfum.
Starfsmenn njóta ákveðinna réttinda samkvæmt persónuverndarlögum, svo sem til að afturkalla samþykki sitt (þegar við á), réttar til aðgangs að gögnum, réttar til að fá rangar eða villandi upplýsingar leiðréttar, réttar til að persónuupplýsingum verði eytt, réttar til að hindra að unnið verði með persónuupplýsingar, réttar til að flytja eigin gögn, og réttar til að leggja inn kvörtun hjá eftirlitsaðila, þ.e. Persónuvernd. Hafa skal þó í huga að réttindi einstaklinga eru ekki alltaf fortakslaus og kunna að vera háð ýmsum skilyrðum.
Hafi starfsmenn frekari spurningar um hvernig Sparnaður meðhöndlar þeirra persónuupplýsingar geta þeir beint fyrirspurnum til persónuverndarfulltrúa fyrirtækisins.