Bayern Líf

ÞÚ GETUR TREYST OKKUR

Versicherungskammer Bayern tilheyrir sambandi fjármálafyrirtækja þýsku sparisjóðanna (Sparkassen-Finanzgruppe) sem er öflugasti samstarfsvettvangur á sviði fjármálaþjónustu í Þýskalandi. Um 50 milljónir viðskiptavina og um 650 þátttökufyrirtæki eru með samtals um 3.600 milljarða evra í veltu.

Í sambandi fjármálafyrirtækja þýsku sparisjóðanna er Versicherungskammer Bayern stærsta opinbera tryggingafélagið og sameinar kjarnasviðin „fjárhagsöryggi“ og „tryggingarvernd“. Þetta fyrirkomulag borgar sig líka fyrir íslenska viðskiptavini. Það er ekki að ástæðulausu að hið virta matsfyrirtæki Standard & Poor’s gaf Versicherungskammer Bayern einkunnina „A“ („mjög gott“) og staðfestir með því sterkan fjárhag fyrirtækisins.

VERND FRÁ PROTEKTOR

Protektor Lebensversicherungs-AG er öryggisstofnun líftryggingafélaga í Þýskalandi – fyrirtæki sem starfrækt er til að standa vörð um hagsmuni tryggingartaka. Hlutverk stofnunarinnar er að verja tryggingartaka fyrir afleiðingum af gjaldþroti tryggingafélags. Versicherungskammer Bayern er aðili að Protektor.

TRAUSTIÐ ER VOTTAÐ

Versicherungskammer Bayern er eitt af viðskiptavænstu tryggingafélögunum í Þýskalandi. TÜV, sem er vottuð prófunarstofa, hefur oft gefið okkur einkunnina „gott“ fyrir sérlega góð samskipti við viðskiptavini. Við matið er meðal annars tekið tillit til samningagerðar ásamt vingjarnleika og faglegrar hæfni starfsfólksins, en einnig til vátryggingaröryggis.

EITT ORÐ AÐ LOKUM: TRAUST

Efnahagskreppan hefur leikið fjölda fyrirtækja og stofnana grátt. Versicherungskammer Bayern hefur staðið þessar hremmingar nánast áfallalaust af sér, með framsýni og með því að halda okkur fast við þessa grundvallarreglu: Við leggjum allt á okkur fyrir framtíð viðskiptavinanna – eins og hún væri okkar eigin. Því getur þú treyst.

Sparnaður býður vörur Bayern Líf í gegnum þýsku vátryggingamiðlunina PM-Premium Makler GmbH