Uppgreiðslu og fjármálaráðgjöf

Með því að nýta uppgreiðsluþjónustu Sparnaðar getur þú öðlast fjárhagslegt frelsi

Með því að skrá þig í uppgreiðsluþjónustu Sparnaðar sparar þú þér umtalsverðar fjárhæðir í vexti og verðbætur. Uppgreiðsluþjónusta Sparnaðar er óháð viðskiptabönkunum.

Viðskiptavinur gefur Sparnaði umboð til að hafa milligöngu um höfuðstólsgreiðslur inn á það lán sem skynsamlegast er að greiða inn á fyrst til að ná markmiðum viðskiptavinar í samræmi við sérútreikninga Sparnaðar.

Það skiptir mestu máli í hvaða röð lánin eru greidd upp svo að lántaki fái sem mestan tekjuafgang á sem skemmstum tíma til frjálsrar ráðstöfunar.

Láttu Sparnað reikna út hagkvæmustu og hraðvirkustu leiðina til að losna við skuldir og öðlast fjárhagslegt frelsi á ný.

Nýr atvinnurekandi

Vinsamlega fylltu út í formin til að tilkynna nýjan atvinnurekanda.

  • Skrá í formið “Nafn” nafnið þitt og kennitölu
  • Skrá í formið “Netfang” netfangið þitt.
  • Skrá í formið “Skilaboð” nafn nýja atvinnurekandans.
    Gott að setja jafnframt kennitölu atvinnurekanda ásamt nafni og síma launafulltrúa ef þær upplýsingar liggja fyrir.
  • Skrá alla launagreiðendur ef þeir eru fleiri en einn.
  • Eins ef það eru aðrar ábendingar þá er hægt að skrá þær jafnframt í formið.

Hafa samband