Sparnaður

Sparnaður er ráðgjafarfyrirtæki sem hefur það að markmiði að hjálpa viðskiptavinum sínum að ná meiri árangri og öðlast fjárhagslegt frelsi með nýjungum í ráðgjöf og hugsun. Sparnaður fer nýjar leiðir og hefur hjálpað þúsundum einstaklinga með uppgreiðsluráðgjöf:

Sérútreikningum á því hvaða lán sé best að greiða upp fyrst og í hvaða röð. Þannig hjálpum við lántakendum að hámarka sparnað á vöxtum og verðbótum ásamt því að stuðla að fjárhagslegu öryggi. Sparnaður veitir ekki aðeins ráðgjöf heldur býður viðskiptavinum einnig leiðir til að ná markmiðum sínum með einstaklega góðum lífeyrissparnaði sem eykur öryggi þitt og aðstandenda þinna á efri árum.
Sparnaður býður einnig uppgreiðsluþjónustu lána:
Viðskiptavinur gefur Sparnaði umboð til að hafa milligöngu um höfuðstólsgreiðslur inn á það lán sem skynsamlegast er að greiða inn á fyrst – til að ná markmiðum viðskiptavinar í samræmi við sérútreikninga Sparnaðar.

Nýr atvinnurekandi

Vinsamlega fylltu út í formin til að tilkynna nýjan atvinnurekanda.

  • Skrá í formið “Nafn” nafnið þitt og kennitölu
  • Skrá í formið “Netfang” netfangið þitt.
  • Skrá í formið “Skilaboð” nafn nýja atvinnurekandans.
    Gott að setja jafnframt kennitölu atvinnurekanda ásamt nafni og síma launafulltrúa ef þær upplýsingar liggja fyrir.
  • Skrá alla launagreiðendur ef þeir eru fleiri en einn.
  • Eins ef það eru aðrar ábendingar þá er hægt að skrá þær jafnframt í formið.

Hafa samband