Séreignar-sparnaður

Áhyggjulausir dagar að lokinni starfsævi

Kvika banki hf. (Kvika) í samstarfi við Sparnað býður upp á tvær séreignarleiðir.

 

Þú getur dregið úr þeirri miklu tekjuskerðingu sem verður til við það að fara á eftirlaun.

Með því að greiða í séreignarsjóð tryggir þú þína framtíð með því að leggja fyrir til efri ára. Við hjá Kviku og Sparnaði leggjum okkur fram við að greina aðstæður okkar viðskiptavina.

Í boði fyrir rétthafa eru tvær ávöxtunarleiðir, Innlánaleið og Ævileið. Kvika er ábyrgðaraðili, vörsluaðili og eignastýrandi séreignarsparnaðarleiðanna.

 

 • Innlánaleið er verðtryggður innlánsreikningur hjá Kviku. Innlánaleið hentar þeim sem vilja fá örugga ávöxtun í innlánum og er áhættuminnst af þeim sem eru í boði..
  Innlánaleið 31. ágúst 2017

 

 • Ævileið: Fjárfest er í hlutabréfum, skuldabréfum, ríkisbréfum og innlánum. Hlutfall einstakra fjárfestingakosta er ákveðið af sjóðstjórum Kviku í samræmi við fjárfestingastefnu Ævileiðar.
  Ævileið 31. ágúst 2017

 

Með greiðslum í séreignarsjóð tryggir þú þér:

 • Mótframlag launagreiðenda, sem getur numið 2-4 % samkvæmt gildandi kjarasamningum.
 • Skattahagræði. Ekki er greiddur tekjuskattur af greiðslum sem fara í séreignarsjóð fyrr en við útgreiðslu og enginn fjármagnstekjuskattur greiðist af ávöxtun sjóðins.
 • Erfanleiki. Við andlát erfa maki og börn sparnaðinn að fullu og það greiðist enginn erfðafjárskattur.

 

 

Nýr atvinnurekandi

Vinsamlega fylltu út í formin til að tilkynna nýjan atvinnurekanda.

 • Skrá í formið “Nafn” nafnið þitt og kennitölu
 • Skrá í formið “Netfang” netfangið þitt.
 • Skrá í formið “Skilaboð” nafn nýja atvinnurekandans.
  Gott að setja jafnframt kennitölu atvinnurekanda ásamt nafni og síma launafulltrúa ef þær upplýsingar liggja fyrir.
 • Skrá alla launagreiðendur ef þeir eru fleiri en einn.
 • Eins ef það eru aðrar ábendingar þá er hægt að skrá þær jafnframt í formið.

Hafa samband