Vegna bréfs til viðskiptavina Bayern Líf frá Þýska skattinum

Viðskiptavinir Bayern Líf (Versicherungskammer Bayern) hafa verið að fá bréf frá Þýska skattinum vegna úthlutunar Þýsks skattsnúmers. Þýska regluverkið kallar á að skattayfirvöld sendi út þessa tilkynningu.

Það eru hins vegar tvísköttunarsamningar á milli Þýskalands og Íslands sem kveða á að ekki eigi að greiða sama skatt tvisvar heldur fer skattheimtan fram í því landi sem viðskiptavinur býr í þ.e. Íslandi.

Það er hins vegar ágætt að geyma þessa pappíra með skattanúmerinu hjá tryggingaskírteinunum frá Bayern Líf.

Nýr atvinnurekandi

Vinsamlega fylltu út í formin til að tilkynna nýjan atvinnurekanda.

  • Skrá í formið “Nafn” nafnið þitt og kennitölu
  • Skrá í formið “Netfang” netfangið þitt.
  • Skrá í formið “Skilaboð” nafn nýja atvinnurekandans.
    Gott að setja jafnframt kennitölu atvinnurekanda ásamt nafni og síma launafulltrúa ef þær upplýsingar liggja fyrir.
  • Skrá alla launagreiðendur ef þeir eru fleiri en einn.
  • Eins ef það eru aðrar ábendingar þá er hægt að skrá þær jafnframt í formið.

Hafa samband